Mariaolsen12

Namaste Yoga býður uppá 200 klukkustunda Yogakennaranám sem einnig verður kennt í fjarnámi.

Námið er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands.

Namaste Yoga var einnig fyrsti Yogakennara skóli á Suðurnesjunum.

Kennari er María Olsen en hún hefur lokið 500 klukkustunda kennaranámi í Yoga frá Amarayoga í Hafnarfirði.

María hefur réttindi til þess að útskrifa Yogakennara.

 

Helstu námsþættir:

Lífstíll yogans

Anatomía

Kennslutækni

Orkustöðvar

Yoga Nidra og aðrar slökunaræfingar

Viðskipti, skattur og fleira

Siðareglur Yogakennara

Heimspeki

Hin áttfalda leið

Æfingakennsla

 

Mikil áhersla er lögð á verklega kennslu og að þátttakendur fái góðan undirbúning til þess að takast sjálfir á við starf Yogakennara að loknu námi.

100% Mætingarskylda er í námið.

Kennslufyrirkomulag: Kennsla fer að mestu fram í húsnæði Namaste Yoga, Reykjanesbæ nema annað sé tekið fram.

Námið er alls 200 klukkustundir og kennt verður laugardag og sunnudag frá 10:00 – 16:00.

Alls eru kenndar sjö helgar á námskeiðinu en þær dreifast yfir tímabilið

18. september – 18. apríl.  ekki er kennt í desember.

 

Öll námsgögn eru innifalin í náminu og jógadýnur í kennslustundum.

 

Námið veitir útskrifuðum yogakennurum inngöngu í jógakennarafélag Íslands og námið er viðurkennt af Yoga Allience.

 

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til sumra fræðslusjóða stéttarfélaga.

 

Nánari upplýsingar veitir María M. B. Olsen, mariaolsen@simnet.is/8616118

Skólinn verður tímabilið: 18. september – 18. apríl

Verð: 400.000

Greiða þarf 30.000 kr staðfestingar gjald sem er óafturkræft.

**boðið er upp á greiðsludreifingu**