Lauk Hatha Yoga kennaranámi frá Yoga studio, Hátúni 6, í Reykjavík árið 1997. Kennarinn minn var Ásmundur Gunnlaugsson og Yoga Shanti Desai.  Á vormánuðum 2016 útskrifaðist ég sem 500 klst. Yoga kennari frá Ástu Maríu Þórarinsdóttur í Amarayaoga. Kenni ég yoga í Reykjanesbæ og er staðsett með mína yoga stöð, Namaste Yoga (http://namasteyoga.is/) á Njarðarvöllum 14, 260 Reykjanesbæ.
Einnig er ég Foam-Flex og trigger punkta kennari að mennt. Er að læra Heilun. Hef kennt á ýmsum stöðum t.d Sólbaðs-og líkamsræktarstöðinni Perlunni í Keflavík og Púlsinum í Sandgerði hér áður fyrr. Er einnig að kenna á þó nokkrum vinnustöðum svokallað vinnustaða Yoga. Ég legg mikla áherslu á að fá einstaklinga til mín með t.d gigt og stoðkerfisvandamálí svokallað stóla-Yoga, einnig fólk sem er að fara út á vinnumarkað aftur eftir hlé og þá í samstarfi við Samvinnu. Er að víkka úr sjóndeildarhringinn og í samstarfi við ferðaþjónustuna eru Yoga ferðir út í heim og hér heima alltaf að aukast.
Hef mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu.